Barcelona tapaði fyrir nýliðunum

Barcelona tapaði óvænt fyrir Cádiz í kvöld.
Barcelona tapaði óvænt fyrir Cádiz í kvöld. AFP

Barcelona mátti þola fjórða tapið sitt á leiktíðinni í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld er liðið heimsótti nýliða Cádiz. Lokatölur urðu 2:1, Cádiz í vil.

Álvaro Giménez kom Cádiz yfir á 8. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Pedro Alcala jafnaði metin fyrir Barcelona með sjálfsmarki á 57. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Álvar Negredo, fyrrverandi leikmaður Manchester City, sigurmark Cádiz.

Cádiz hefur spilað afar vel eftir að liðið komst upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð og er liðið með 18 stig í fimmta sæti. Barcelona er með 14 stig í sjöunda sæti.

mbl.is