Inter upp í annað sætið

Inter vann 3:1-sigur á Bologna í kvöld.
Inter vann 3:1-sigur á Bologna í kvöld. Ljósmynd/Inter Milan

Inter er komið upp í annað sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 3:1-sigur á Bologna á heimavelli í kvöld. Andri Fannar Baldursson var allan tímann á varamannabekk Bologna.

Romelu Lukaku og Achraf Hakimi komu Inter í 2:0 áður en Emanuel Vignato minnkaði muninn á 67. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Hakimi sitt annað mark og tryggði Inter tveggja marka sigur.

Með sigrinum fór Inter aftur upp fyrir Juventus og upp í annað sæti deildarinnar þar sem liðið er með 21 stig, tveimur stigum minna en erkifjendurnir í AC Milan sem eru á toppnum.

mbl.is