Sara á toppinn eftir sigur í Íslendingaslag

Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði sigri í Íslendingaslagnum.
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði sigri í Íslendingaslagnum. Ljósmynd/Bildbyrån

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar hjá Lyon höfðu betur gegn Le Havre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag, 3:1. Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir léku allan leikinn með Le Havre.

Sara var í byrjunarliði Lyon en fór af velli á 70. mínútu og franska landsliðskonan Amandine Henry leysti hana af hólmi.

Með Sigrinum fór Lyon upp í 27 stig og í toppsæti deildarinnar. Le Havre er á botninum með aðeins fjögur stig. PSG getur endurheimt toppsætið með sigri á Paris FC í grannaslag á morgun, en PSG er með 25 stig.  

mbl.is