Áttu aldrei möguleika á að standa við samninga

Theódór Elmar Bjarnason í búningi Lamia.
Theódór Elmar Bjarnason í búningi Lamia. Ljósmynd/Lamia

Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason rifti samningi sínum við tyrkneska B-deildarfélagið Akhisarspor á dögunum vegna vangoldinna launa.

Elmar, eins og hann er iðulega kallaður, er orðinn 33 ára gamall en hann skrifaði á dögunum undir samning sem gildir út leiktíðina við gríska úrvalsdeildarfélagið Lamia með möguleika á árs framlengingu.

Miðjumaðurinn hefur verið lengi í atvinnumennsku en hann hóf ferilinn hjá Celtic árið 2004, þá sautján ára, en hafði þá þegar spilað tíu úrvalsdeildarleiki með KR.

Þá hefur hann einnig leikið með Lyn í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð, Randers og AGF í Danmörku og Elazigspor, Gaziantep og Akhisarspor í Tyrklandi.

„Ég rifti samningi mínum við Akhisarspor í desember og fór þá strax í það að finna mér nýtt lið,“ sagði Elmar í samtali við Morgunblaðið.

„Ég hafði samband við grískan umboðsmann sem hefur áður komið með tilboð frá Grikklandi til mín. Stuttu eftir þetta fékk ég tilboð frá Lamia í gegnum umboðsmanninn sem ég íhugaði í nokkra daga. Ég hafði samband við Ögmund Kristinsson sem hefur leikið í Grikklandi undanfarin ár. Hann þekkir þjálfara Lamia vel, Michalis Grigoriou, eftir að þeir unnu saman hjá Larissa og talaði vel um hann.

Það voru nokkir aðrir möguleikar í stöðunni og ég skoðaði alla með opnum hug. Að lokum valdi ég það besta sem var í boði fyrir mig því þannig virkar þetta einfaldlega. Forráðamenn Lamia vildu ólmir fá mig til þess að hjálpa liðinu að halda sér uppi og ég ákvað að slá til enda gott atvinnutilboð á þessum tímapunkti.

Úrvalsdeildin í Grikklandi er stór deild og ég er líka orðinn ágætlega þekkt nafn í tyrknesku B-deildinni þannig að maður getur alltaf farið þangað aftur ef þetta gengur ekki upp í Grikklandi. En mér líst virkilega vel á allt í kringum Lamia og ég er bara nokkuð spenntur fyrir þessu öllu saman,“ bætti Elmar við.

Theódór Elmar Bjarnason hefur leikið 41 landsleik og ræðir möguleika …
Theódór Elmar Bjarnason hefur leikið 41 landsleik og ræðir möguleika sína varðandi landsliðið í viðtalinu í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Golli

FIFA blandaði sér í málið

Elmar hefur leikið í Tyrklandi frá árinu 2017 en eftir að hafa átt inni margra mánaða laun hjá Akhisarspor ákvað hann að yfirgefa félagið nokkuð óvænt.

„Akhisarspor er búið að vera í miklum fjárhagsvandræðum að undanförnu og það batnaði lítið þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Það er áhorfendabann í Tyrklandi sem hefur mikil áhrif á fjárhag félaganna og svo er það líka bara þannig í Tyrklandi að þeir gera ansi háa samninga. Ég er var með evrusamning við félagið og um leið og líran féll vegna faraldursins var í raun aldrei möguleiki fyrir þá að standa við þar til gerða samninga gagnvart mér.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »