Áætlun um hvernig hægt sé að kaupa Mbappé

Kylian Mbappé er einn af bestu sóknarmönnum heims í fótboltanum.
Kylian Mbappé er einn af bestu sóknarmönnum heims í fótboltanum. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid hefur sett af stað nýja áætlun sem miðar að því að kaupa franska framherjann Kylian Mbappé af París SG á þessu ári.

Í spænska íþróttadagblaðinu Diario AS er fjallað ítarlega um þessi áform stórveldisins sem er sagt vera að safna í sjóð fyrir sóknarmanninn öfluga. Stór liður í því verði að selja leikmenn sem ekki eigi fast sæti í liðinu fyrir um 15 milljarða íslenskra króna. 

Þá reikni félagið með því að fá um 125 milljarða króna í vasann þegar farið verður að hleypa áhorfendum inn á heimaleikina á Santiago Bernabéu-leikvanginn síðar á þessu ári.

Mbappé, sem er 22 ára gamall, þykir einn besti framherji heims en hann hefur skorað 76 mörk í 91 leik fyrir PSG í frönsku 1. deildinni eftir að félagið fékk hann frá Mónakó fyrir tæpum fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert