Atlético styrkti stöðuna á toppnum

Saúl Niguez fagnar eftir að hafa komið Atlético í 2:0 …
Saúl Niguez fagnar eftir að hafa komið Atlético í 2:0 í kvöld. AFP

Atlético Madrid náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Sevilla, 2:0.

Angel Correa skoraði á 17. mínútu og Saúl Niguez innsiglaði sigurinn með marki á 76. mínútu.

Atlético er þá komið með 41 stig og á auk þess tvo leiki til góða á keppinauta sína en Real Madrid er með 37 stig og Barcelona 34 í öðru og þriðja sæti.

mbl.is