Á skotskónum í Grikklandi

Sverrir Ingi Ingason kom PAOK yfir gegn toppliðinu.
Sverrir Ingi Ingason kom PAOK yfir gegn toppliðinu. AFP

Sverrir Ingi Ingason var á skotskónum fyrir PAOK þegar liðið fékk Olympiacos í heimsókn í toppslag grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Sverrir Ingi kom PAOK í upphafi síðari hálfleiks á 51. mínútu og hefur nú skorað í tveimur leikjum liðsins í röð.

Olympiacos tókst að jafna metin á 77. mínútu með marki frá Ousseynou Ba og lokatölur því 1:1 í Grikklandi.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK en liðið er með 32 stig í þriðja sæti deilldarinnar.

Olympiacos er í efsta sætinu með 42 stig en Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Olympiacos í leiknum.

mbl.is