Hiti í Heimi eftir leikinn í gær

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi. Ljósmynd/Al-Arabi

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var í sviðsljósinu í Katar í gær þegar lið hans, Al-Arabi, gerði jafntefli, 1:1, við Al-Gharafa og fékk á sig jöfnunarmark úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu í fjögurra mínútna uppbótartíma.

Heimir og markaskorari Al-Gharafa, Jonathan Kodija, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, skiptust á orðum í leikslok áður nærstaddir gripu inn í og skildu þá að.

Heimir gekk þá í áttina að dómaratríóinu en gekk framhjá þeim án þess að þakka þeim fyrir leikinn og gekk í staðinn í áttina að stuðningsmönnum Al-Arabi og klappaði fyrir þeim. Þetta má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum af twittersíðu katörsku deildarinnar, fyrst atburðarásina eftir leik og svo vítaspyrnuna umdeildu þar sem dómarinn ákvað að benda á punktinn eftir að hafa skoðað atvikið af sjónvarpsskjá:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert