Lánaður aftur frá Madríd til Þýskalands

Luka Jovic er kominn aftur til Þýskalands.
Luka Jovic er kominn aftur til Þýskalands. AFP

Spánarmeistarar Real Madrid í knattspyrnu hafa lánað framherjann Luka Jovic til Eintracht Frankfurt í Þýskalandi en Real greiddi Eintracht um 60 milljónir evra fyrir hann fyrir hálfu öðru ári.

Jovic hefur ekki náð sér á strik á Spáni og í vetur hefur hann aðeins náð að spila  fjóra leiki í 1. deildinni með Real Madrid. Hann hefur verið frá keppni síðan í nóvember, fyrst vegna kórónuveirusmits og síðan vegna tognunar.

Jovic er 23 ára gamall Serbi sem skoraði 25 mörk í 54 leikjum fyrir Eintracht í þýsku 1. deildinni frá 2017 til 2019 og hefur gert fimm mörk í fyrstu ellefu landsleikjum sínum fyrir Serbíu.

mbl.is