Juventus tapaði í Mílanó

Leikmenn Inter fagna seinna marki sínu í leiknum í kvöld.
Leikmenn Inter fagna seinna marki sínu í leiknum í kvöld. AFP

Vonir Juventus um að vinna ítalska meistaratitilinn tíunda árið í röð dvínuðu á ný í kvöld þegar þeir sóttu Inter Mílanó heim og biðu lægri hlut á San Siro, 2:0.

Arturo Vidal skoraði fyrir Inter á 12. mínútu og Nicolo Barella, sem lagði markið upp, skoraði sjálfur á 52. mínútu.

Inter komst þar með að hlið granna sinna í AC Milan á toppi A-deildarinnar en bæði lið eru nú með 40 stig. AC Milan á hinsvegar til góða útileik gegn Cagliari á eyjunni Sardiníu annað kvöld.

Napoli og Roma eru bæði með 34 stig og Juventus er með 33 stig í fimmta sætinu. Napoli rótburstaði Fiorentina 6:0 í dag þar sem Lorenzo Insigne skoraði tvö markanna og lagði eitt upp.

mbl.is