Landsliðsmaður seldur til Úkraínu

Ragnar Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í …
Ragnar Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, er á leið til úkraínska úrvalsdeildarfélagsins Lviv.

Það eru danskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag en Ragnar, sem verður 35 ára gamall í júní, er samningsbundinn FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Ragnar hefur ekki átt fast sæti í liði FCK á tímabilinu og hefur hann einungis komið við sögu í fjórum leikjum með liðinu á tímabilinu.

Lviv er í næt neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með 8 stig og er með einu stigi meira en Dnipro-1, botnlið deildarinnar.

Lviv er nýliði í efstu deild Úkraínu en Ragnar hefur einnig leikið í Rússlandi, Svíþjóð og á Englandi á atvinnumannaferli sínum.

Hann er á meðal reynslumestu leikmanna íslenska karlalandsliðsins frá upphafi og á að baki 97 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert