Zlatan skaut eyjaskeggjana á kaf

Zlatan Ibrahimovic skorar seinna mark sitt á Sardiníu í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic skorar seinna mark sitt á Sardiníu í kvöld. AFP

Þó Zlatan Ibrahimovic sé alveg að komast á fimmtugsaldurinn gefur hann ekkert eftir í toppbaráttunni í ítalska fótboltanum en hann tryggði AC Milan góðan útisigur í kvöld.

AC Milan fór til eyjarinnar Sardiníu og vann þar Cagliari og það var Svíinn reyndi sem skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Hann hefur nú skoraði 12 mörk í aðeins átta leikjum í A-deildinni í vetur og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni á eftir Cristiano Ronaldo sem hefur skorað 15 mörk í 14 leikjum fyrir Juventus.

AC Milan náði með sigrinum þriggja stiga forskoti á granna sína í Inter á ný og er með 43 stig gegn 40. Napoli og Roma eru með 34 stig og Juventus 33 í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert