Messi í tveggja leikja bann

Messi athugar líðan Villalibre áður en hann sá rautt.
Messi athugar líðan Villalibre áður en hann sá rautt. AFP

Lionel Messi var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Athletic Bilbao í úrslitum spænska Meistarabikarsins í fótbolta á sunnudag. 

Messi fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Asier Villalibre í uppbótartíma framlengingarinnar en Athletic Bilbao vann að lokum 3:2 í dramatískum leik. 

Rauða spjaldið var það fyrsta sem Messi fær hjá Barcelona í 753 leikjum. Messi missir af leikjum gegn Cornella í spænska bikarnum og svo Elche í spænsku A-deildinni. 

mbl.is