PSG reynir við Messi

Lionel Messi er eftirsóttur.
Lionel Messi er eftirsóttur. AFP

Frakklandsmeistarar PSG í knattspyrnu ætla sér að reyna semja við Lionel Messi, fyrirliða Barcelona, þegar samningur hans á Spáni rennur út næsta sumar.

Þetta staðfesti Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, í samtali við spænska fjölmiðilinn Sport í vikunni.

Messi var sterklega orðaður við brottför frá Barcelona allt síðasta haust en að lokum ákvað leikmaðurinn að vera áfram í Katalóníu.

Argentínski snillingurinn er með samning sem gerir honum kleift að yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu eftir tímabilið og er talið líklegt að Messi muni nýta sér það næsta sumar.

Þá hefur hann einnig verið orðaður við Pep Guardiola og Manchester City en þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gamall er Messi enn þá talinn vera einn besti leikmaður heims í dag.

Messi hefur sex sinnum hreppt Ballon d'Or-verðlaunin eftirsóttu, oftast allra, en hann hefur leikið með Barcelona allan sinn feril.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert