Landsliðsmiðvörðurinn raðar inn mörkum

Sverrir Ingi Ingason í landsleik.
Sverrir Ingi Ingason í landsleik. AFP

Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason heldur áfram að raða inn mörkum fyrir gríska félagið PAOK en í dag skoraði hann í sínum þriðja leik í röð og í fjórða sinn í síðustu sex leikjum með liðinu.

Sverrir skoraði fjórða mark PAOK á 55. mínútu í stórsigri liðsins á Larissa, 5:0, í sextán liða úrslitum grísku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Hann skoraði í tveimur síðustu deildaleikjum, gegn Olympiacos og Volos, og einnig gegn Panathinaikos í deildinni rétt fyrir jól. Fram að því hafði Sverrir ekki skorað í heilt ár, eða síðan á Þorláksmessu árið 2019.

Hér má sjá Sverri skora og fagna markinu í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert