Stórveldin ráða ekki við Gladbach

Leikmenn Mönchengladbach fagnar fjórða markinu gegn Dortmund í kvöld.
Leikmenn Mönchengladbach fagnar fjórða markinu gegn Dortmund í kvöld. AFP

Borussia Mönchengladbach er ekki fyrirsjáanlegasta liðið í knattspyrnunni á meginlandi Evrópu þennan veturinn og í kvöld skellti liðið Borussia Dortmund 4:2 í þýsku 1. deildinni. 

Norska ungstirnið Erling Braut Håland skoraði tvívegis fyrir Dortmund og kom liðinu yfir 2:1 en það reyndist ekki nóg. Nico Elvedi skoraði einnig tvívegis fyrir Gladbach og þeir Ramy Bensebaini og Marcus Thuram sitt markið hvor. 

Með sigrinum fór Borussia Mönchengladbach upp í 4. sæti deildarinnar og er með 31 stig eftir 18 leiki en Dortmund er í 5. sæti með 29 stig eftir 18 leiki. Evrópumeistararnir í Bayern München eru á toppnum með 39 stig eftir 17 leiki. 

Mönchengladbach hefur í janúar unnið bæði Bayern og Dortmund á heimavelli í deildinni og skorað samtals sjö mörk í þeim leikjum. Liðið virðist því mjög öflugt á góðum degi en stöðugleikinn var ekki fyrir hendi fyrir áramót. 

Liðið mun mæta Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Gladbach átti ótrúlega leiki inni á milli í keppninni fyrir áramót og vann til dæmis Shakht Donetsk 6:0 í Úkraínu. 

mbl.is