Gamall samherji Eyjólfs snýr aftur til Berlínar

Pál Dárdai er kominn aftur til Berlínar.
Pál Dárdai er kominn aftur til Berlínar. AFP

Ungverjinn Pál Dárdai hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Herthu Berlín í Þýskalandi á ný en hann var áður við stjórnvölinn hjá félaginu frá 2015 til 2019.

Hann tekur við af Bruno Labbadia sem var sagt upp störfum í gær ásamt íþróttastjóra félagsins, Michael Preetz. Hertha er í fjórtánda sæti af átján liðum í þýsku 1. deildinni eftir að hafa fengið skell á heimavelli gegn Werder Bremen um helgina, 1:4.

Dárdai, sem er 44 ára gamall, er vel kunnugur hjá félaginu því hann lék með Herthu í fjórtán ár, frá 1997 til 2011, og þá lengi með Eyjólfi Sverrissyni. Hann var síðan unglingaþjálfari hjá félaginu í tvö ár eftir það og sneri þangað aftur sem knattspyrnustjóri 2015 eftir að hafa verið landsliðsþjálfari Ungverja um skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert