Lögreglan rannsakar skíðaferð hjá Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Ítölsk lögregluyfirvöld eru að rannsaka hvort knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo, leikmaður Ítalíumeistara Juventus, hafi brotið ítalskar sóttvarnareglur þegar hann fór í skíðaferð fyrr í þessari viku.

Ítalska fréttastofan ANSA segir að lögreglan í borginni Aosta í ítölsku ölpunum sé að kanna hvort Ronaldo og unnusta hans Georgina Rodriguez hafi brotið reglur en þau hafi farið yfir héraðslandamæri og til Val d'Aosta sem sé stranglega bannað af sóttvarnarástæðum vegna kórónuveirunnar. Um appelsínugult hættusvæði sé að ræða, samkvæmt litakóða ítalskra  sóttvarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert