Heimir með kórónuveiruna

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson Ljósmynd/Al-Arabi

Heimir Hallgrímsson, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari í knatt­spyrnu, er með kórónuveiruna.

Félag Heimis í Katar, Al-Arabi, segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Kemur þar fram að Heimir sé með veiruna og að hann verði því ekki á hliðarlínunni í næstu leikjum liðsins. Er honum jafnframt óskað skjóts bata en ekki liggur fyrir hvort hann hafi mikil einkenni.

Vel hefur gengið hjá Heimi og lærisveinum hans, liðið er taplaust í síðustu átta leikjum sínum og situr í 6. sæti í katörsku efstu deildinni. Freyr Alexandersson er aðstoðarmaður Heimis og stýrir eflaust liðinu í fjarveru hans. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hjá liðinu.

mbl.is