Sigurmark Cazorla gegn Al Arabi

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Al Arabi missti niður góða stöðu gegn toppliðinu í Katar, Al-Sadd, eftir æsilegan uppbótartíma þegar liðin mættust á heimavelli Al-Sadd í dag.

Freyr Alexandersson stýrði Al Arabi í dag í fjarveru knattspyrnustjórans Heimis Hallgrímssonar sem er með kórónuveiruna eins og fram hefur komið. 

Al Arabi komst tvívegis yfir í leiknum 1:0 og 2:1 en sú staða breyttist í uppbótartímanum þegar toppliðið skoraði tvívegis. Spánverjinn Santi Cazorla, sem lék á sínum tíma með Arsenal, skoraði sigurmark Al-Sadd þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 

Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al Arabi í dag en liðið er í 6. sæti og er aðeins stigi á eftir liðinu í 4. sæti. 

mbl.is