Færa heimaleikinn til Spánar

Erling Braut Haaland fagnar fagnar marki með norska landsliðinu í …
Erling Braut Haaland fagnar fagnar marki með norska landsliðinu í október á síðasta ári. AFP

Noregur mætir Tyrklandi í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu hinn 27. mars á Malaga á Spáni.

Þetta staðfesti norska knattspyrnusambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag en til stóð að leikurinn færi fram á Ullevaal-vellinum í Osló.

Norðmenn ákváðu hins vegar að færa leikinn til Spánar vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi vegna kórónuveirufaraldursins.

Norðmenn mæta Gíbraltar, Tyrklandi og Svartfjallalandi í landsleikjaglugganum í mars en norska liðið leikur í G-riðli undankeppninnar ásamt Hollandi, Tyrklandi, Svartfjallalandi, Lettlandi og Gíbraltar.

Noregur hefur leik gegn Gíbraltar á útivelli, 24. mars, mætir svo Tyrkjum á Spáni 27. mars og loks Svartfjallalandi á útivelli 30. mars.

mbl.is