Ramos gæti verið með gegn Atalanta

Sergio Ramos.
Sergio Ramos. AFP

Bati Sergio Ramos, fyrirliða knattspyrnuliðs Real Madríd, virðist vera hraðari en búist hafði verið við en hann glímir við hnémeiðsli.

Ramos fór í aðgerð vegna meiðslanna hinn 6. febrúar og var ekki reiknað með því að hann yrði leikfær fyrr en eftir 6-8 vikur.

Samkvæmt frétt í dagblaðinu AS standa vonir til þess að Ramos gæti verið með um miðjan mars. 13. mars á liðið að mæta Elche og 16. mars mætir liðið Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

mbl.is