Tíu verðmætustu leikmenn heims

Kylian Mbappé og Neymar eru báðir á listanum.
Kylian Mbappé og Neymar eru báðir á listanum. AFP

Kylian Mbappé, sóknarmaður PSG í Frakklandi, er verðmætasti knattspyrnumaður heims í dag.

Alþjóða endurskoðendafyrirtækið KPMG birti tíu manna lista yfir verðmætustu leikmenn heims á dögunum en Mbappé ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á listanum en Frakkinn er metinn á 159 milljónir punda.

Við gerð listans var meðal annars tekið tillit til aldurs, frammistöðu og leikmannaverðs undanfarin átta ár.

Harry Kane, framherji Tottenham er í öðru sæti listans en hann er metinn á 108 milljónir punda ásamt Raheem Sterling, sóknarmanni Manchester City.

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland, sem hefur slegið í gegn með Borussia Dortmund undanfarin tvö tímabil, kemst ekki á topp tíu listann en hann er í ellefta sætinu, metinn á 95 milljónir punda.

Verðmætustu leikmenn heims:

1. Kylian Mbappé (PSG) - 159 milljónir punda
2. Harry Kane (Tottenham) - 108 milljónir punda
3. Raheem Sterling (Manchester City) - 108 milljónir punda
4. Jadon Sancho (Borussia Dortmund) - 101 milljón punda
5. Neymar (PSG) - 99 milljónir punda
6. Mohamed Salah (Liverpool) - 99 milljónir punda
7. Marcus Rashford (Manchester United) 99 milljónir punda
8. Kevin De Bruyne (Manchester City) 98 milljónir punda
9. Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - 95 milljónir punda
10. Sadio Mané (Liverpool) - 95 milljónir punda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert