United komið áfram þrátt fyrir jafntefli

Mason Greenwood sækir að vörn Real Sociedad í kvöld.
Mason Greenwood sækir að vörn Real Sociedad í kvöld. AFP

Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á heimavelli í kvöld. United vann fyrri leikinn 4:0 og einvígið því með sömu markatölu.

Real Sociedad byrjaði af krafti og strax á 12. mínútu braut Daniel James af sér innan teigs og gestirnir fengu víti. Fyrirliðinn Mikel Oyarzabal fór á punktinn en vítaspyrnan var hræðileg og yfir markið fór boltinn.

Eftir það tók United völdin og komst Bruno Fernandes næst því að skora, en hann skaut í slá með föstu skoti utan teigs. Þá lagði hann upp gott færi á Daniel James en Álex Remiro í marki Sociedad varði glæsilega frá honum. Staðan í hálfleik var því markalaus.

Axel Tuanzebe skoraði með skalla eftir hornspyrnu um miðjan seinni hálfleik en markið taldi ekki þar sem Victor Lindelöf braut af sér um leið og Tuanzebe skallaði boltann. Fátt annað markvert gerðist í seinni hálfleiknum og United fer því örugglega áfram. 

Man. Utd 0:0 Real Sociedad opna loka
90. mín. Leik lokið Ekkert skorað í kvöld en United af öryggi áfram í 16-liða úrslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert