Zlatan erfiðastur

Zlatan Ibrahimović hefur engu gleymt, að verða fertugur.
Zlatan Ibrahimović hefur engu gleymt, að verða fertugur. AFP

„Zlatan,“ er Kári Árnason fljótur að svara þegar spurt er um erfiðasta andstæðinginn en hann hefur glímt við marga af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarinn hálfan annan áratug eða svo.

„Það er eiginlega ekki hægt að verjast honum. Hann er ekki bara stór og sterkur, heldur líka ótrúlega teknískur. Það má heldur ekki taka augun af Cristiano Ronaldo. Hann þarf að vera í gjörgæslu allan tímann, annars vinnur hann metra og er kominn í færi. Messi komst ekkert áleiðis gegn okkur á HM en hann er, eins og við þekkjum, yfirleitt betri með Barcelona en landsliðinu.

Xavi og Iniesta voru líka ótrúlegir; ég spilaði einu sinni á móti þeim á miðjunni hérna á Laugardalsvellinum og var eins og krabbi allan leikinn, komst ekki nálægt þeim og dansaði bara hliðar saman hliðar. Snerpa þeirra og leikskilningur voru á allt öðru plani. En úrslitin voru frábær, 1:1. Emil Hallfreðsson skoraði með flugskalla.

Loks má ég til með að nefna Olivier Giroud. Hann er vanmetnasti framherji í heimi; rosalega sterkur líkamlega og með frábæra fyrstu snertingu. Það hlýtur að vera draumur að spila með honum og ótrúlegt að hann byrji ekki hvern einasta leik hjá sínu félagsliði.“

Ítarlega er rætt við Kára í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Cristiano Ronaldo þakkar Kára fyrir leikinn á EM í Frakklandi …
Cristiano Ronaldo þakkar Kára fyrir leikinn á EM í Frakklandi 2016. Skapti Hallgrímsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert