Jón Guðni skoraði í öruggum sigri

Jón Guðni Fjóluson (t.h.) kom Hammarby á bragðið í dag.
Jón Guðni Fjóluson (t.h.) kom Hammarby á bragðið í dag. Eggert Jóhannesson

Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrsta mark Hammarby í öruggum 3:0 sigri liðsins gegn Oskarshamn í riðli 8 í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag.

Jón Guðni kom Hammarby á bragðið strax á 6. mínútu leiksins.

Staðan var 1:0 í hálfleik en eftir um klukkutíma leik gerði liðið út um leikinn með því að skora tvö mörk með stuttu millibili, fyrst Akinkunmi Amoo á 58. mínútu og svo Vladimir Rodic á 61. mínútu.

Jón Guðni lék allan leikinn í vinstri bakverði í dag.

Hammarby er á toppi riðils 8 með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum.

Erkifjendur þeirra og nágrannar í AIK eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir tvo leiki og munu liðin etja kappi um næstu helgi í hreinum úrslitaleik um sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert