Á skotskónum á Ítalíu

Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia.
Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia. Ljósmynd/Brescia

Brescia hafði betur gegn Cosenza á heimavelli í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld, 2:0. 

Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson byrjuðu báðir á varamannabekk Brescia en sá fyrrnefndi lét til sín taka. 

Birkir kom inn á sem varamaður í hálfleik og það tók hann aðeins fjórar mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Hólmbert Aron kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. 

Brescia er í 13. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 26 leiki og á enn veika von á að fara í úrslitakeppnina um sæti í efstu deild. 

mbl.is