Komið að fleiri mörkum en Fernandes

Pedro Goncalves hefur farið á kostum með Sporting.
Pedro Goncalves hefur farið á kostum með Sporting. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Pedro Goncalves hefur leikið afar vel með Sporting Lissabon í portúgölsku efstu deildinni í knattspyrnu á leiktíðinni. Félagið fékk Concalves í staðinn fyrir Bruno Fernandes er sá síðarnefndi fór til Manchester United í janúar á síðasta ári.

Goncalves hefur sprungið út hjá Sporting og skorað 14 mörk og lagt upp tvö til viðbótar í 15 deildarleikjum á leiktíðinni. Fernandes, sem er einn mikilvægasti leikmaður Manchester United, hafði á sama tíma á síðustu leiktíð skorað átta mörk og lagt upp sjö.

United greiddi Sporting 47 milljónir punda fyrir Fernandes og nú er Goncalves eftirsóttur. Sporting er með níu stiga forskot á toppi portúgölsku deildarinnar en liðið hefur ekki orðið meistari þar í landi í nítján ár.

mbl.is