Missir af leiknum gegn Barcelona

Neymar meiddist gegn Caen um miðjan febrúar.
Neymar meiddist gegn Caen um miðjan febrúar. AFP

Neymar, sóknarmaður knattspyrnuliðs PSG í Frakklandi, verður ekki með liðinu þegar það mætir Barcelona í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar hinn 10. mars næstkomandi.

Það er franski miðillinn Le Parisien sem greinir frá þessu en leikurinn fer fram á Parc de Princes  í París. Fyrri leik liðanna lauk með 4:1-sigri PSG í Barcelona en Neymar var einnig fjarverandi í þeim leik vegna meiðsla.

Brasilíski sóknarmaðurinn meiddist á ökkla í 1:0-sigri PSG gegn Caen í frönsku bikarkeppninni um miðjan febrúar en Neymar hefur aðeins komið við sögu í átján leikjum með PSG á tímabilinu.

Þá greinir Le Parisien frá því að Neymar verði klár í slaginn, fari svo að liðið komist áfram í átta liða úrslit Meistardeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert