Ætla ekki með allt Evrópumótið til Bretlands

Wembley-leikvangurinn í Lundúnum þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikur EM fara …
Wembley-leikvangurinn í Lundúnum þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikur EM fara fram í sumar. AFP

Fréttir breskra fjölmiðla síðustu daga um að allt Evrópumót karla í fótbolta verði leikið á Bretlandseyjum í sumar eiga ekki við rök að styðjast.

Talsmaður UEFA segir við The Times í dag að engar áætlanir séu uppi um slíkt og mótið verði haldið í tólf borgum víðs vegar um Evrópu eins og til stóð.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skýrði frá því fyrr í vikunni að Bretar gætu tekið að sér fleiri leiki en þá sjö sem fram eiga að fara í London, Glasgow og Dublin, og í kjölfarið birtust fréttir um að allt mótið yrði flutt þangað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu.

mbl.is