Fresta leikjum vegna ferðatakmarkana

Argentínumaðurinn Lionel Messi fer ekki til heimalandsins í lok mánaðar …
Argentínumaðurinn Lionel Messi fer ekki til heimalandsins í lok mánaðar eins og til stóð. AFP

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum leikjum í undankeppni HM í knattspyrnu en leikina átti að spila dagana 26. og 30. mars.

Í færslu á Twitter kemur fram að frestunin sé tilkomin vegna ferðatakmarkana og sóttvarnareglna sem myndu hafa mikil áhrif á leikmenn sem leika í Evrópu.

Knattspyrnusambandið gefur síðar út hvenær hægt verður að leika frestuðu leikina.

mbl.is