Táningur gulltryggði sigur Barcelona

Hinn 18 ára gamli Ilaix Moriba fagnaði marki sínu vel …
Hinn 18 ára gamli Ilaix Moriba fagnaði marki sínu vel og innilega. AFP

Barcelona vann í kvöld 2:0-útisigur á Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Jordi Alba kom Barcelona yfir á 30. mínútu eftir undirbúning hjá Lionel Messi. Argentínski snillingurinn var aftur á ferðinni á 83. mínútu þegar hann lagði upp annað markið á hinn 18 ára gamla Ilaix Moriba sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Barcelona.

Börsungar eru í öðru sæti með 56 stig, tveimur stigum minna en Atlético Madrid, en Barcelona hefur leikið tveimur leikjum meira en toppliðið.

mbl.is