Hóf magnaða endurkomu

Sverrir Ingi Ingason skoraði.
Sverrir Ingi Ingason skoraði. AFP

PAOK og Aris skildu jöfn, 2:2, á heimavelli fyrrnefnda liðsins í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK og lék allan leikinn. Hann minnkaði muninn í 2:1 með marki á 87. mínútu eftir að Aris komst í 2:0. Vierinha skoraði svo jöfnunarmark í uppbótartíma og tryggði PAOK eitt stig. 

Stigið var mikilvægt í baráttunni um annað sæti deildarinnar en þar situr Aris með 48 stig, einu stigi meira en PAOK. Olympiacos er með 64 stig og svo gott sem búið að tryggja sér gríska meistaratitilinn. 

Sverrir hefur skorað fimm deildarmörk á leiktíðinni, en hann hefur aldrei áður skorað eins mikið á einu tímabili í deildarkeppni. Fjögur markanna hafa komið eftir áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert