Laporta aftur kjörinn forseti

Joan Laporta er orðinn forseti Barcelona.
Joan Laporta er orðinn forseti Barcelona. AFP

Spænski stjórnmálamaðurinn Joan Laporta var í kvöld kjörinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Tekur hann við af hinum umdeilda Josep Bartomeu sem var handtekinn á dögunum. 

Laporta þekkir stöðuna afar vel en hann var forseti félagsins frá 2003 til 2010. Barcelona var afar sigursælt í forsetatíð Laporta og vann spænsku deildina fjórum sinnum, bikarinn einu sinni, Meistaradeildina einu sinni og heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni. 

Verkefnin sem fram undan eru hjá Laporta eru verðug, en fjárhagsstaða félagsins er ekki góð. Þá þarf hann að telja Lionel Messi á að vera áfram hjá félaginu, en Messi vildi yfirgefa Barcelona fyrir þessa leiktíð og hefur gefið það út að hann rói á önnur mið eftir tímabilið. 

Laporta mun líklegast ráða Jordi Cruyff, son Johans Cruyffs, goðsagnar hjá félaginu, í starf yfirmanns knattspyrnumála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert