Hópsmit hjá landsliði

Caglar Soyuncu er á meðal þeirra smituðu.
Caglar Soyuncu er á meðal þeirra smituðu. AFP

Nokkrir leikmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga, en þeir smituðust í landsliðsferð fyrir helgi.

Ekki er vitað nákvæmlega hve margir leikmenn eru smitaðir en Caglar Söyüncü, varnarmaður Leicester á Englandi, er einn þeirra. Hann er enn í Tyrklandi og er óvíst hvenær hann getur snúið aftur til Englands.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, staðfesti tíðindin í samtali við Sky eftir 0:2-tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

mbl.is