Liverpool er í erfiðum málum í Meistaradeild Evrópu eftir 1:3-tap á útivelli fyrir Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í kvöld.
Real var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Vinícius Junior kom spænska liðinu verðskuldað yfir á 27. mínútu eftir sendingu fra´Toni Kroos. Vinícius lagði upp annað mark Real níu mínútum síðar á Marco Asensio og var staðan í hálfleik 2:0.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Mo Salah minnkaði muninn í 2:1 á 51. mínútu. Vinicíus var hinsvegar aftur á ferðinni á 65. mínútu til að gulltryggja Real 3:1-sigur.
Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield á miðvikudag eftir viku.