Elska að spila á móti þeim bestu

Kylian Mbappé skoraði tvö mörk í kvöld.
Kylian Mbappé skoraði tvö mörk í kvöld. AFP

Kylian Mbappé stal enn og aftur senunni er PSG vann glæsilegan 3:2-sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mbappé skoraði tvö mörk og þ.á m. sigurmark PSG.

„Ég elska að spila á móti þeim bestu og Manuel Neuer er einn besti markvörður sögunnar. Ég fann samt ekki fyrir pressu, þótt ég hafi ekki náð að skora á móti honum í úrslitaleiknum. Vonandi næ ég að skora hjá honum aftur,“ sagði Mbappé sem kann vel við sig á stóra sviðinu.

„Ég elska svona leiki. Þeir hafa ekki alltaf farið vel hjá mér og kannski gera þeir það ekki í framtíðinni, en ég er ekki hérna til að fela mig. Þetta var erfiður leikur á móti einu besta liði Evrópu en við spiluðum vel. Þetta er hins vegar aðeins fyrri leikurinn,“ sagði Frakkinn ungi.

mbl.is