Fimmtán smit hjá Evrópumeisturunum

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon í Frakklandi.
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon í Frakklandi. AFP

Alls hafa fimmtán kórónuveirusmit greinst í herbúðum kvennaliðs Lyon í knattspyrnu á undanförnum dögum.

Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gærkvöldi en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, er leikmaður liðsins.

Fyrsta kórónuveirusmitið greindist hjá félaginu fyrir tólf dögum og hefur síðan þá orðið mikil sprenging í fjölda smita.

Síðari leik Lyon og PSG í átta liða úrslitum Meistatadeildarinnar var frestað á dögunum vegna faraldursins en Lyon á titil að verja í keppninni.

Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 17. apríl næstkomandi gegn Le Havre í frönsku 1. deildinni en Lyon er með 45 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði PSG, en Lyon á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert