Góður tími til að skora fyrsta markið

Mason Mount fagnar fyrsta marki leiksins.
Mason Mount fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við gerðum vel og skoruðum í fyrri hálfleik og markið í seinni hálfleik tryggði góðan sigur,“ sagði Mason Mount, leikmaður Chelsea, í samtali við BT sports eftir 2:0-sigur liðsins á Porto í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Mount skoraði fyrra mark Chelsea og var markið það fyrsta sem hann gerir í Meistaradeildinni. „Ég er glaður að fyrsta markið sé komið. Ég hef beðið þolinmóður og þetta var góður tími til að skora fyrsta markið. Ég fékk góða sendingu frá Jorginho og var með nægt svæði til að skjóta,“ sagði Mount.

Chelsea svaraði vel fyrir 2:5-tapið á móti West Brom í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var. „Við skoðuðum leikinn á móti West Brom aðeins daginn eftir og svo hugsuðum við um leikinn í kvöld. Við vorum með 100% einbeitingu á að vinna,“ sagði Mount. 

mbl.is