Í góðum málum eftir dramatískan sigur

Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í PAOK.
Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í PAOK. AFP

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans hjá PAOK eru í fínum málum í grísku bikarkeppninni í fótbolta eftir dramatískan 1:0-sigur á AEK á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.  

Var staðan markalaus fram á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar varamaðurinn Thomas Murg skoraði sigurmarkið. Seinni leikur liðanna fer fram 27. apríl á heimavelli PAOK.

Sverrir er lykilmaður hjá PAOK og hann lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

mbl.is