Í liði umferðarinnar í Danmörku

Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar.
Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar. AFP

Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í annað sinn á stuttum tíma. Twitter-síða deildarinnar birti lið 23. umferðarinnar í dag.

Aron lék vel fyrir OB gegn Horsens en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Aron hefur leikið stærra hlutverk hjá OB eftir að Michael Hemmingsen tók við liðinu af Jakob Michelsen.

Miðjumaðurinn var einnig í liði umferðarinnar í síðustu umferð fyrir landsliðspásuna. Hann hefur leikið 19 leiki á leiktíðinni og skorað í þeim eitt mark, en OB er í öðru sæti í fallriðli dönsku deildarinnar.

mbl.is