Norðmenn gætu sniðgengið HM

Ståle Solbakken .
Ståle Solbakken . AFP

Noregur gæti sniðgengið HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar á næsta ári til að mótmæla framkvæmd mótsins. Aðstæður verkamanna við byggingu leikvanga fyrir mótið hafa verið harðlega gagnrýndar fyrir að vera óboðlegar.

„Ég held allir séu sammála því að það síðasta sem við viljum gera er að sniðganga mótið, en ég útiloka það ekki. Ég er ekki viss um að það komi neinum til góðs hins vegar,“ sagði Ståle Solbakken landsliðsþjálfari Noregs við TV 2.

„Við erum að reyna að breyta þessu og mótmælin eru orðin háværari. Það styttist í mótið og þetta er mikilvægt. Ef við stöndum saman gæti snjóboltinn byrjað að rúlla,“ bætti sá norski við.  

mbl.is