CSKA Moskva í undanúrslit

Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið CSKA Moskva er komið í undanúrslit rússnesku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir dramatískan sigur í 8-liða úrslitunum í dag. 

CSKA mætti Arsenal Tula á útivelli og hafði betur 2:1 en sigurmarkið kom á 86. mínútu en það gerði Mário Fernandes.

Arnór Sigurðarson var í byrjunarliðinu hjá CSKA en fór af velli á 84. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon er ekki leikfær en hann sleit hásin á dögunum. 

mbl.is