Fernandes og Rashford sáu um Granada

Marcus Rashford fagnar marki sínu.
Marcus Rashford fagnar marki sínu. AFP

Manchester United er í afar góðum málum í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Granada í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í kvöld.

Marcus Rashford kom United yfir á 31. mínútu er hann kláraði vel eftir langa sendingu fram völlinn frá Victor Lindelöf. Fyrri hálfleikurinn var annars frekar rólegur og reyndist það eina mark hálfleiksins.

Granada-menn reyndu hvað þeir gátu til að svara, en án þess að ná að reyna mikið á David De Gea í marki United. Bruno Fernandes gulltryggði svo sigurinn með víti á lokamínútunni eftir að brotið var á honum innan teigs.

Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford á fimmtudag eftir viku.

Granada 0:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Man. Utd fær víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert