Roma sneri taflinu við í Amsterdam

Leikmenn Roma fögnuðu sigurmarkinu af innlifun.
Leikmenn Roma fögnuðu sigurmarkinu af innlifun. AFP

Roma vann sterkan 2:1-útisigur á Ajax í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Davy Klaassen kom Ajax yfir á 39. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og Dusan Tadic fékk dauðafæri til að tvöfalda forskot Ajax, en Pau López í marki Roma varði frá honum vítaspyrnu.

Það átti eftir að vera dýrkeypt fyrir Ajax því Lorenzo Pellegrini jafnaði á 57. mínútu og Roger Ibanez tryggði ítalska liðinu sigurinn á 87. mínútu.

Þá er Villarreal í fínum málum eftir 1:0-útisigur á Dinamo Zagreb. Gerard Moreno skoraði sigurmarkið úr víti á 44. mínútu en króatíska liðið sló Tottenham eftirminnilega úr leik í síðustu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert