Meistararnir vængbrotnir fyrir stórleikinn

Eden Hazard.
Eden Hazard. AFP

Spánarmeistarar Real Madríd verða án nokkurra lykilmanna er þeir mæta erkifjendum sínum í Barcelona í 1. deildinni annað kvöld.

Real staðfesti það í kvöld að belgíski framherjinn Eden Hazard hefur ekki náð sér af meiðslum og er hann því ekki í leikmannahópi liðsins en fyrirliðinn Sergio Ramos og varnarmaðurinn Dani Carvajal voru fyrir á meiðslalistanum.

Staðan hjá Barcelona er öllu betri en þar eru tveir lykilmenn snúnir aftur í liðið, þeir Ger­ard Piqué og Sergi Roberto. Real Madríd tek­ur á móti Barcelona í stærstu viður­eign spænsku 1.  deild­ar­inn­ar á morg­un kl. 19 og það er mikið í húfi. Erkifjend­urn­ir eru nefni­lega í harðri bar­áttu við Atlético Madríd um topp­sæti deild­ar­inn­ar.

Fyr­ir helg­ina er Atlético í efsta sæti með 66 stig, Barcelona í öðru með 65 stig og Real í því þriðja með 63 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert