Bayern tapaði óvænt stigum

Bayern München tapaði óvænt stigum í dag.
Bayern München tapaði óvænt stigum í dag. AFP

Bayern München tapaði óvænt stigum á heimavelli gegn Union Berlin í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag er liðin skildu jöfn, 1:1.

Ungstirnið Jamal Musiala kom Bayern yfir á 68. mínútu og virtist Bayern ætla að vinna enn einn sigurinn, en Marcus Ingvartsen jafnaði á 85. mínútu og þar við sat.

Leipzig nýtti sér úrslitin og vann 4:1-sigur á útivelli gegn Werder Bremen. Dani Olmo kom Leipzig yfir á 23. mínútu og Alexander Sørloth bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 3:0.

Milot Rashica minnkaði muninn í 3:1 á 61. mínútu en Leipzig átti lokaorðið því Marcel Sabitzer skoraði fjórða mark liðsins á 63. mínútu.

Þrátt fyrir úrslitin er Bayern með 65 stig í toppsætinu og Leipzig í öðru sæti með 60 stig.

Leipzig vann öruggan sigur á Werder Bremen.
Leipzig vann öruggan sigur á Werder Bremen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert