Hættum bara með rangstöðuregluna

Beðið um rangstöðu. Hvað ef hún væri afnumin?
Beðið um rangstöðu. Hvað ef hún væri afnumin? AFP

Fátt veldur meiri deilum hjá þeim sem fylgjast með fótbolta en rangstaðan. Í frumbernsku íþróttarinnar upp úr miðri 19. öld varð rangstöðureglan til en þá þótti nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sóknarmenn gætu „hangið“ upp við mark mótherjanna og beðið eftir boltanum.

Rangstöðureglum hefur síðan verið breytt nokkrum sinnum án teljandi vandræða en eftir að myndbandsdómgæsla (VAR) kom til sögunnar var komið að nýjum kapítula í sögu hennar.

Nú hefur dómari í myndveri tekið við af dómaranum á vellinum og reynir með aðstoð tækninnar að úrskurða hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki. Ný viðmið eins og rangstæður handarkriki hafa komið fram og endalausar tafir á leiknum valda pirringi.

Mér líst vel á uppástungu Marcos van Bastens, þess magnaða markaskorara á árum áður. Hann vill einfaldlega leggja niður rangstöðuna. Afnema þessa 158 ára gömlu reglu.

Þetta myndi að sjálfsögðu breyta leiknum talsvert.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »