Real á toppinn eftir sigur á Barcelona

Real Madrid vann 2:1-sigur á Barcelona í kvöld.
Real Madrid vann 2:1-sigur á Barcelona í kvöld. AFP

Real Madrid er komið í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á Barcelona í stórleik í kvöld. 

Real byrjaði af gríðarlegum krafti og Karim Benzema skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu með laglegri hælspyrnu eftir snögga sókn upp hægri kantinn.

Real hélt áfram að sækja og Toni Kroos bætti við öðru marki á 28. mínútu með skoti úr aukaspyrnu. Boltinn hafði viðkomu í tveimur varnarmönnum á leið í netið, en í netið fór boltinn og staðan 2:0, sem urðu hálfleikstölur.

Barcelona spilaði mun betur í seinni hálfleik og Oscar Mingueza minnkaði muninn með skoti af stuttu færi á 60. mínútu. Eftir það var Barcelona nær því að jafna en Real að bæta við.

Sá sem komst næst var Ilaix Moriba en hann skaut í slá á lokasekúndunum og Real fagnaði sigri, þrátt fyrir að Casemiro hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt á lokamínútunum. 

Real Madrid er nú í toppsætinu með 66 stig, eins og Atlético Madrid sem á leik til góða. Barcelona er í öðru sæti með 65 stig.

Real Madrid 2:1 Barcelona opna loka
90. mín. Casemiro (Real Madrid) fær rautt spjald Sparkar Mingueza niður og fær sitt annað gula spjald á mínútu! Barcelona fær auk þess aukaspyrnu á hættulegum stað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert