Verður nýliðinn sænskur meistari?

Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn til Häcken frá Val.
Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn til Häcken frá Val. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenskir knattspyrnumenn hafa orðið Svíþjóðarmeistarar í karlaflokki með átta félögum og fjórum sinnum á síðustu sex árum hafa svokölluð „Íslendingalið“ hreppt sænska meistaratitilinn.

Ekki eru taldar miklar líkur á að Íslendingur hampi bikarnum í ár, nema Malmö kræki sér í íslenskan leikmann í sumar, því ríkjandi meistarar þykja afar sigurstranglegir annað árið í röð.

Malmö hefur titilvörnina í dag með upphafsleik deildarinnar á heimavelli sínum, gegn Hammarby. Arnór Ingvi Traustason vann meistaratitilinn með Malmö á síðasta ári en hann var á dögunum seldur til New England Revolution í Bandaríkjunum. Íslandstenging Malmö í augnablikinu er danski þjálfarinn Jon Dahl Tomasson sem er ættaður frá Íslandi eins og margoft var tíundað á meðan hann var leikmaður í fremstu röð.

Níu Íslendingar leika með fimm liðum deildarinnar nú í upphafi móts og þeir sem eru taldir líklegastir til að geta unnið titil með sínu liði eru vinstri bakverðirnir Valgeir Lunddal Friðriksson og Oskar Tor Sverrisson hjá Gautaborgarliðinu Häcken. Liðið endaði í þriðja sæti í fyrra og margir sænskir sérfræðingar telja að einungis Häcken geti ógnað Malmö í baráttunni um meistaratitilinn 2021.

Valgeir, sem er aðeins 19 ára og varð Íslandsmeistari með Val á síðasta ári, þreytir frumraun sína í atvinnumennsku þegar Häcken sækir Halmstad heim í fyrstu umferðinni á morgun en sænskir fjölmiðlar reikna alfarið með honum í byrjunarliðinu.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert